föstudagur, 8. desember 2006

Viðeigandi?

Þegar prófalestur stúdenta er í hámarki auglýsir Stúdentakjallarinn viðburði af áður óþekktum krafti. Sendir út tilkynningar á alla Háskólanema, "[blablabla og blablalba] spila í kvöld, hvernig væri nú að lyfta sér upp?" eða álíka.

Já, hvernig væri nú að stúdentar slægju þessu öllu upp í kærleysi? Fyllerí í Stúdentakjallaranum?

Sjálfur ætla ég að láta mér nægja að sitja heima og hlusta á Kim Larsen syngja "Jeg bor til leje på Haveje..." og fleiri ódauðlega texta á milli þess sem ég les um comparative approach og selection on the dependent variable eða slíkt - svo maður sletti nú (hohoho).