þriðjudagur, 22. janúar 2008

Borgarstjórnarleikhúsið

Í ljósi nýjasta útspils í borgarstjórn Reykjavíkur er ljóst hvaða aðferð er rökkréttast að nota við næstu borgarstjórnarkosningar. Kjósandi mætir á kjörstað, þar er bundið fyrir augun á honum og kjörkassinn dreginn fram. Í kjörkassanum eru miðar með ólíkum möguleikum stjórnarsamstarfs. Kjósandi dregur síðan úr kassanum. Eftir þetta er kjósandi leiddur að "lukkuhjólinu" svokallaða, en þar gefur að líta alla mögulega og jafnvel ómögulega borgarstjóra. Kjósandi snýr hjólinu og getur ekki beðið eftir niðurstöðunni...

"Til hamingju! Þú hefur hlotið Vilhjálm sem borgarstjóra! Gangi þér vel, takk fyrir þátttökuna og sjáumst fljótt aftur!"