föstudagur, 25. janúar 2008

Yfir getu

Um daginn sagði einhver, minnir að það hafi verið einn íþróttafréttamanna Sjónvarpsins ,að handboltalandsliðið hefði spilað yfir getu á móti Frökkum á HM í fyrra þegar þeir jörðuðu þá. Ég hef heyrt fleiri nota þetta orðalag áður.

Hvernig er hægt að spila eða standa sig yfir getu? Það sem menn gera er væntanlega það sem þeir geta.

Hvernig hljómar þetta...

  • Bílasalinn: "Hér er ég með eldgamla handónýta bíldruslu, en stundum skilar vélin afköstum yfir getu og þá er þetta þvílíkur eðalvagn!"
  • Námsmaðurinn fer ólesinn í próf, kann ekkert en stendur sig síðan yfir getu og fær 10.
...?