laugardagur, 19. janúar 2008

Sóðalegir spítalar

Sá á teljari.is að einhver hafði gúglað sóðalegir spítalar án gæsalappa og komið inn á þessa síðu. Kannski vegna þess að skoðun viðkomandi er að spítalar séu sóðalegir. Kannski var hann að rífast við vin sinn um hvort þeir væru sóðalegir eða ekki og staðfesti mál sitt með því að Google gæfi 10 niðurstöður.

Einn kennarinn í skólanum notar frasann "gúgglið þetta bara!" frekar oft, sérstaklega ef hann heldur að nemendur efist eitthvað um það sem hann segir.