Reyfarakaup
Nýtt samlokugrill var keypt inn á heimilið um daginn. Reyndar var það kallað heilsugrill og á að vera til að grilla kjöt og svoleiðið jukk en hugmyndin er að nota það sem samlokugrill.
Í dag setti ég tvær samlokur í grillið, fór síðan í tölvuna og gleymdi samlokunum. Tíu mínútum seinna mundi ég eftir þeim, bjóst við þeim skaðbrenndum en neinei, þær voru fullkomnar, léttristaðar og osturinn bráðnaður. Grillið er sem sagt gætt þeim eiginleikum að maður getur gleymt brauðinu í án þess að það brennist.
Þetta hljómar næstum of gott til að vera satt, gæti verið vara í Vörutorgi. Hver kannst ekki við að henda brauði í grillið og fara síðan í vinnuna, koma heim og þá er íbúðin brunnin til grunna? Nú er þetta vandamál úr sögunni með nýja NO-FIRE 3000 - grillinu!
|