fimmtudagur, 26. júní 2008

Fótbolti

Ágætt að sjá að einhver Englendingur er með fullu viti þegar kemur að umfjöllun um enska landsliðið og gæði þess. Hér er pistill ensks blaðamanns um málið í ísl. þýðingu.

Annars voru Tyrkir ekki langt frá því að fara í úrslit EM. Tippaði á þá fyrir 200 kr. en fékk ekki sexföldunina sem ég vonaðist eftir. Pabbi sagðist ætla að leggja mikið undir á Þjóðverja, taldi að þeir ynnu örugglega. Þeir unnu, en ekki beinlínis örugglega. Spánverjar/Rússar vinna þá í úrslitum, vonandi Spánverjar, því þá verður spá mín fyrir mót um meistara rétt. Rússar eru hins vegar nautsterkir og Spánverjar munu ekki vanmeta þá þótt þeir hafi malað þá í riðlinum.