Spádómskúlan
Blaðamannafundur 1.des. 2008
"Komiði sæl og velkomin. Ég hef boðað ykkur hingað til fundar til þess að tilkynna um fimmta meirihlutann í Reykjavík á kjörtímabilinu. Ég var eini maðurinn sem var eftir sem var nógu geðveikur til þess að ganga meirihlutasamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn. Nýji meirihlutinn mun hafa sömu einkunnarorð og sá fráfarandi: "Höldum áfram (ruglinu)!". Eins og fram kemur í glæsilegum málefnasamningi okkar munum við halda áfram óráðsíu, spillingu og innri slag sem við munum láta bitna á kjósendum. Átjándu aldar götumynd Laugavegar* kemur við sögu og flugvöllur. En fyrst og fremst munum við kappkosta að láta ekki nægja að gefa skít í kjósendur, heldur munum við moka skít yfir þá. Þetta munum við gera bara af því að við getum leyft okkur það, bara af því að þið, kæru kjósendur, getið ekki losnað við okkur fyrr en eftir tvö ár. Það má gera margan óskundann á þeim tíma"
Jókerinn glottir síðan nánast djöfullega, svipað og Hanna Birna gerði við kynningu nýs meirihluta í gær.
*"Átjándu aldar götumynd" hljómar jafnvel enn betur en nítjándu aldar og verður því notað hjá þessum verðandi meirihluta.
|