fimmtudagur, 18. maí 2006

Finnland

Silvía Nótt var frekar smekklega til fara miðað við ýmsa keppendur í undankeppninni í kvöld. Hefði jafnvel getað verið trúrækin hefðarfrú miðað við portkonurnar sem spruttu fram á sviðið hver af annarri. En hún virtist mjög stressuð og söng ekki vel. Að leika þennan karakter er væntanlega ekki létt til lengdar.

Finnland vinnur vonandi aðalkeppnina, enda gjörsamlega óboðlegt að 80% laganna í keppninni eru sama glataða lagið.