þriðjudagur, 16. maí 2006

Dýrð sé drottni halelúja!

Munnleg próf eru þekkt fyrir að byggjast að töluverðu leyti á heppni, vegna þess að nemendur draga miða með verkefnum sínum. Sumir detta í lukkupottinn, aðrir detta í drullusvaðið. Fyrir munnlega stærðfræðiprófið í kvöld (var í prófi kl.19 eins steikt og það hljómar) ákvað ég að draga regluna um topppunkt fleygboga, enda kunni ég hana 100%. Síðan kom ég inn í prófið, pollrólegur og leit á miðahrúguna á borðinu og sá um leið álitlegasta miðann af þeim á að giska 40 miðum sem þarna voru. 2b stóð á miðanum og kennarinn grennslaðist fyrir í möppu sinni og lét mig hafa verkefni 2b, sem var topppunktsreglan (setja fram og sanna), önnur skítlétt sönnun (um rætur í annars stgs jöfnu) og síðan dæmi. Sannanirnar báðar hafði ég 100% en þruglaði aðeins í dæminu.

Niðurstaða: Blússandi.