mánudagur, 15. maí 2006

Gríms-plokkfiskur

Ef ég kemst ekki í prófið á morgun vegna matareitrunar, veit ég við hvern er að sakast. Ógeðslegt bragð Gríms-plokkfisks og viðurstyggilegt eftirbragðið sem situr lengi eftir er nokkuð sem bæði ÁG veitingar og Matstofa Daníels gætu verið stolt af. Mér líður eins og fanga þegar ég slafra þessu óæti í mig. Eins og ekki sé nóg að sitja fastur inni í prófalestri og líða eins og fanga með það, heldur bætist þetta ofan á það og kórónar þannig fangelsistilfinninguna.

Grímur kokkur, tékkið á honum.