sunnudagur, 21. maí 2006

Verðlaun

Ég vil að fólki sem verðlaunar sjálft sig, verði veitt verðlaun. Sérstaklega fólki sem segir: "Nú ætla ég að verðlauna sjálfa(n) mig og kaupa ís". Sniðugt að verðlauna bara sjálfan sig ef enginn annar gerir það.

Ég er að hugsa um að verðlauna sjálfan mig fyrir að vera búinn í prófum. Ég held að ég neyðist bara til að láta smíða handa mér verðlaunapening. Já.