miðvikudagur, 24. maí 2006

Da Vinci Code

Bíómyndin Da Vinci Code, sem gerð er eftir samnefndri bók, er nýjasta nýtt. Nema hvað, ég sá þessa mynd í gær. Þessi mynd er allt of löng og allt of mikið bull fyrir minn smekk. Lengd er í engu samræmi við innhald. Í lokakafla myndarinnar var ég alveg við það að missa þolinmæðina því innihaldið var ekkert og þetta var alltaf það sama aftur og aftur. Aðalhetjurnar voru látnar finna vísbendingu, sem vísaði á aðra vísbendingu og svo koll af kolli og söguþráðurinn var einkum byggður á því. M.ö.o. voru þessir eilífu vísbendingafundir blóðmjólkaðir svo að það reyndi verulega á þolrifin að sitja undir þessu. Og miðað við þessar endalausu vísbendingar sem vísuðu á vísbendingar hefði lokafundurinn átt að vera eitthvað rosalega mikilfenglegt, en svo var ekki. Yfirbragðið á þessu öllu saman var að sjálfsögðu hádramatískt.

Leikararnir voru ekkert lélegir þannig lagað, en enginn sýndi stórleik. Útlit myndarinnar var fínt.

Ekki fara á þessa mynd. Hún er tímasóun. Sjáið frekar MI III eða eitthvað.

Einkunn: 5,0.