fimmtudagur, 24. ágúst 2006

Aldrei aftur Iceland Express

Ég flýg því miður með Iceland Express til Kaupmannahafnar. Flugið átti að vera klukkan 15:30 en var seinkað um fjóra klukkutíma, til 19:30. Svo kíkti ég klukkutíma seinna á flugáætlun og þá er flugið áætlað kl. 23:30 í kvöld. Það gerir átta klukktíma seinkun. Ég ætla rétt að vona að ég eigi rétt á bótum frá þeim fyrir þetta. Ég þarf að ná lest klukkan 6:00 að dönskum tíma frá Kaupmannahöfn en það fer að verða tæpt að ég nái henni úr þessu.

Svo var ég að heyra af nokkrum sem hafa lent í sóðalegum seinkunum með félaginu upp á síðkastið.

Niðurstaða: Beinið viðskiptum annað en til Iceland Express. Lægra verð réttlætir ekki margra klukkutíma seinkanir.