þriðjudagur, 1. ágúst 2006

Ibiza!

Granni minn virðist vera partýljón. Í gær sá ég garðinn hjá honum og þá var búið að fjarlægja allt gras og fagurgulur skeljasandur kominn í staðinn í garðinn. Svo var sólstólunum raðað pent upp og strandboltarnir létu sig ekki vanta. Ég hugsa að ég kíki þangað í strandpartý fljótlega.