mánudagur, 14. ágúst 2006

Mótmælendur við Kárahnjúka

Mótmælendur við Kárahnjúka hafa verið í fréttum upp á síðkastið. Hafa þeir ítrekað farið inn á svæði þar sem mannaferðir eru takmarkaðar vegna hættu. Þeir hafa síðan kvartað sáran þegar lögregla hefur komið og fjarlægt þá.

Hvurs konar fíflalæti eru þetta? Þessir mótmælendur virðast vera að mótmæla eingöngu upp á sportið. Það er svo ægilega töff að koma til Íslands frá útlöndum og reisa tjaldbúðir rétt hjá framkvæmdasvæðinu. Lítum á staðreyndir málsins:

  1. Framkvæmdir við Kárahnjúka eru hafnar fyrir löngu. Úr þessu verður ekki aftur snúið, sama þótt nokkur fífl komi frá útlöndum, hlekki sig við vinnuvélar, fari inn á bannsvæði og annað þvíumlíkt.
  2. Mótmælendurnir fá ekki leyfi fyrir mótmælum frá lögreglu heldur mæta bara á staðinn. Er það töff? Er það líklegra til árangurs?
  3. Hvers vegna koma allir þessir útlendingar gagngert til landsins til þess að mótmæla framkvæmdum á hálendi Íslands? Þeir hafa nákvæmlega ekkert um ráðstöfun þessa lands að segja. Fólk búsett á Íslandi hefur um þessi mál að segja, aðrir ekki.

Ég ætla ekkert að þykjast vera hrifinn af framkvæmdum við Kárahnjúka, ég var á móti þeim í upphafi og er enn. Það var vitað hvernig þetta yrði, erlent skítaverktakafyrirtæki sér um framkvæmdina, flytur fullt af erlendu vinnuafli til landsins og býður þeim skítakjör og skítaaðbúnað uppi á hálendi. Íslenska ríkið kaupir framkvæmdina af þeim. Hins vegar eiga menn ekki að berja hausnum við steininn núna, það er einfaldlega allt of seint. Mótmælendurnir gætu kannski notað aðrar aðferðir næst og beint kröftum sínum að því að mótmæla álverum sem fyrirhuguð eru víðsvegar um landið.
LEIÐRÉTTING kl. 23:15.: Ég hafði skrifað "hlekkji" í stað hlekki. Það var æðislega heimskulegt.