miðvikudagur, 23. ágúst 2006

Sumarfrí

Sumarfíið mitt hófst í dag. Skólar eru víða byrjaðir eða að byrja. Margir eru að mæta til vinnu eftir frí. Einmitt þá fer ég í frí. Mér finnst ógeðslega gaman að þá verði margir í skóla og sumir jafnvel í harðri vinnu. Ég ætla að hlæja tryllingslegum hlátri hátt að því í flugvélinni á leiðinni til Danmerkur á morgun og syngja hástöfum eins og flugdólgur af því að það er lífið, er það ekki?

Svo kem ég aftur heim 30.ágúst og skólinn byrjar 1.sept.