laugardagur, 16. febrúar 2008

Rafmagnsbannið

  • Í gær var vísindaferð á stærsta skemmtistað í heimi, allt vitlaust auðvitað.
  • Lentum síðan allt í einu inni í samkvæmi Frjálslynda flokksins á Kaffi Reykjavík eftir slappa stemmingu á Glaumbar. Veit ekki hver átti hugmyndina að því en þangað fórum við. Jóhannes eftirherma fór mikinn.
  • Galandi stemming var á Kaffi Cultura, minni á Vegamótum.
  • Rafmagnslaust var í miðbænum í klukkutíma í nótt. Að sitja inni á bar í rafmagnsleysi er mjög spes. Engin tónlist og bara tekið við reiðufé á barnum.

Ég held að það gæti verið áhugavert að prófa næst að setja rafmagnsbann, nú þegar reykingabannið hefur verið við lýði síðan í sumar. Fleiri bönn sem mætti prófa á skemmtistöðum:
  • Áfengisbann.
  • Stólabann.
  • Borðabann.
  • Fólksbann.
Svo gæti nefnd skilað áliti um árangur af hverju banni.