fimmtudagur, 14. febrúar 2008

Sóðalegur verðmunur

Var að fá skólabók sem var pöntuð af Amazon.com. Þetta er nýtt eintak og kostar með öllum gjöldum rétt tæpum 3000 kr. minna en í Bóksölu stúdenta. Fyrir tveimur vikum fékk ég aðra bók senda, frá Amazon í Bretlandi, og þar var munurinn rúmur þúsund kall á nýju eintaki, miðað við verð Bóksölu stúdenta.

Niðurstaða: Að kaupa erlendar bækur í Bóksölu stúdenta er eins og að pissa í skóinn sinn.