Fletcher? Kuyt?
Í gær vann Liverpool Inter Milan 2-0 á Anfield í Meistaradeild. Inter Milan sótti ekkert í leiknum fyrir utan aðeins pressu í tvær mínútur eða svo í seinni hálfleik. Dirk Kuyt af öllum mönnum skoraði fyrra mark Liverpool, fínt mark. Í síðustu færslu lýsti ég einmitt frati á þann mann.
Svipað var uppi á teningnum um helgina þegar Man. U. keppti við Arsenal í Ensku bikarkeppninni og jarðaði þá. Þá sá ég byrjunarliðin fyrir leik, Rooney einn frammi og Fletcher í liðinu sem mér fannst benda til að Ferguson legði litla áherslu á sigur. Síðast þegar ég sá Fletcher spila svo ég muni var hann algjör grínari. En nei, nei, maðurinn skoraði tvö mörk og var einn bestu manna í leiknum sem United burstaði 4-0.
Reyndar er furðualgengt að íþróttaspekingar, t.d. þeir sem lýsa leikjum, séu úti á þekju. Því ótrúlega oft virðist gerast nákvæmlega það sem þeir töldu útilokað og það lið skorar sem þeir töldu að gæti aldrei skorað o.s.frv. Það er frekar fyndið þegar þeir láta fúkyrðin fossa út um einhvern leikmann og hann skorar síðan glæsilegt sigurmark og þaggar allrækilega niður í þeim.
|