fimmtudagur, 9. desember 2004

Christmas motorcycle

Fór í enskuprófið í dag. Lokahlutinn var að venju ritgerð og efnin sem í boði voru "fersk" eins og vanalega. Þau voru:
1.How sports have brought peace to the world
2. Memorable Christmas
3. How clothes make the man.
Brakandi "ferskt" eins og subway. Úff, fyrst ákvað ég að skrifa um það fyrsta. Það reyndist ómögulegt svo ég ákvað að gera væmna jólaminningu. Það var auðvelt og var hún algerlega upplogin. Hún fjallaði um jólin þegar ég var fimm ára og jólasveinninn kom snemma í bæinn með mandarínur handa börnunum og bla bla e-ð væmið og leiðinlegt. Svo endaði sagan á því að ég sá risastóra pakkann minn undir jólatrénu sem var pakkaður í silfur og ég opnaði pakkann. Viti menn, það var jólahjól eða "Christmas motorcycle" eins og ég kallaði það á enskunni. Allt það sem fimm ára drengur gat óskað sér.

Hlýtur svona saga ekki að falla í kramið hjá enskukennara sem nálgast sextugt? Það verður fróðlegt að sjá.