föstudagur, 10. desember 2004

Dagný Jóns verði svipt þingsæti

Réði ég einhverju í þessu landi svipti ég Dagnýju Jónsdóttur, þingmann Framsóknarflokks, umsvifalaust þingsæti sínu út af framgöngu hennar í skráningagjaldamálinu.

Barðist víst sjálf gegn slíkum gjöldum í stúdentapólitíkinni.

Nú þegar hún er komin á þing getur hún ekki drullast við að greiða atkvæði gegn þessu heldur ætlar hún að sitja hjá til að þóknast liðinu.

Kristinn H. var sviptur svo til öllum völdum fyrir að standa á sínu. Dagný þorir greinilega ekki að feta í þau spor.

Svei attan - Þvílíkur aumingjaskapur.