föstudagur, 10. desember 2004

Sykursýki

Þegar ég var lítill sagði mamma mér einhverju sinni að sykursjúk kona væri að koma í heimsókn. Ég dró rökrétta ályktun --> konan var sjúk í sykur, glennti upp blóðsprungin augun þegar hún svo mikið sem fann lykt af sykri og varð að fá góssið.

Eða það hélt ég. Þannig að ég fór og faldi allt sælgæti og sykur á heimilinu á öruggum stað því ekki vildi ég að gammurinn kæmist í það.