sunnudagur, 26. febrúar 2006

Falskur stúdent?

Síðustu nótt dreymdi mig að ég væri að fara í stúdentspróf, síðan var ég allt í einu orðinn stúdent. Í draumnum var sem sagt hraðspólað yfir prófin sjálf. Ég veit ekki alveg hvort ég var orðinn stúdent eða hvort ég var bara búinn að setja upp stúdentshúfu án þess að vera stúdent og var svona sáttur með það. Það kom ekki fram.

Kannski að maður prófi á næstu dögum að setja upp stúdentshúfu og athuga hvort það gerir mann rosalega sáttan.