laugardagur, 11. febrúar 2006

Skákæfingar

Við bekkjarbræður sleiktum út um um daginn þegar við sáum auglýstar skákæfingar í skólanum enda erum við sólgnir í allt sem tengist ofbeldi. Jósep var alvarlega að hugsa um að leggja júdóið á hilluna og snúa sér alfarið að þessu.

Skákæfingar eru væntanlega ný bardagalist úr smiðju Japans, sem gengur út á að kæfa menn á ská. Hingað til hefur tíðkast að árásarmaður snúi beint að fórnarlambi þegar hann kæfir það. En nú hafa Japanir fundið upp þetta frábæra nýja afbrigði sem er bæði fljótlegra og auðveldara í notkun, ef maður kann það á annað borð.



Töff, en ekki jafntöff og skákæfingar.

Svona er unga kynslóðin í dag. Hún vill ekki neitt nema að það tengist ofbeldi, klámi eða fíkniefnum. "Heimur versnandi fer" segir gamla fólkið og hnussar.

Ef það heitir menntun, vinna, eða framtíðaráætlanir, dregur unga fólkið í dag bara sængina upp fyrir haus og segir sárþjáð: "Neeeeeeiii".

Já, það var allt betra í gamla daga.