sunnudagur, 26. febrúar 2006

Súkkulaðistílar

Var á námskynningunni í HÍ. Það sem bar hæst var að lyfjafræðinemar afhentu mér og öðrum Guðmundi viðbjóðslega súkkulaðistíla og þótti voða voða fyndið. Okkur þótti þeir bara glataðir og okkur þótti þakið á Öskju líka glatað. Síðan sögðu matvælafræðinemar okkur að lyfjafræðinemarnir væru glataðir, en það vissum við reyndar fyrir.