mánudagur, 20. febrúar 2006

Hvernig á ekki að stjórna sjónvarpsþætti?

Þeir sem vildu vita það vita það núna ef þeir sáu Garðar Thór Cortes og Brynhildi Guðjónsdóttur stjórna úrslitakeppni um framlag Ísl. til Eurovision. Þessi atriði eiga kynnar ekki að gera...

...þegar þeir taka viðtöl:
1. Segja eitthvað fáránlegt í stað þess að spyrja spurningar og þruma síðan míkrófóninum að viðmælandanum, sem við það verður mjög hlessa og veit ekki hvað hann á að segja.

2. Leyfa viðmælanda að ljúka máli sínu, ekki bara leyfa honum að segja eina setningu og kippa síðan míkrófóninum frá honum og láta hann tala út í loftið.

3. Ekki kippa míkrófóni snöggt að sér, hlægja geðveikislega í hann (HAHAHAHAHAHAHAHAHA!) og bomba honum síðan aftur að viðmælandanum. Við þetta getur viðmælandinn gjörsamlega dottið úr jafnvægi.

...þegar þeir kynna:
1. Ekki segja rosalega lélega brandara og hlægja tryllingslega að þeim sjálfur ef þeir vekja ekki mikla lukku hjá áhorfendum.

2. Ekki hálfsyngja/söngla alla kynninguna.

3. Ekki brosa ótrúlega geðveikislega og mikið út fyrir upp úr þurru


Fleiri atriði man ég ekki í bili. Þetta var reyndar ekki alslæmt því það var nánast óborganlegt hve slappir kynnar þau voru og hlegið dátt að, a.m.k. í partýinu sem ég var í. Sennilega spilar reynsluleysi þeirra af þáttastjórnun inn í frammstöðuna og eru þau að nokkru leyti afsökuð með því.