sunnudagur, 12. febrúar 2006

Múslimadeilan

Margir virðast haldnir ýmsum ranghugmyndum og verða að halda sig við þá skoðun sem þeir mynduðu sér í upphafi, þrátt fyrir að þeir fái nýjar upplýsingar.

1. Múslimar eru ekki allir ofsatrúarmenn. Þótt þeir fari í mótmælagöngur eru þeir ekki allir með sprengjur. Örfáir eru með sprengjur eða annars konar óeirðir sem koma óorði á allan hópinn.

2. Vesturlandabúar eru ekki góði karlinn. Hverjir réðust inn í Afganistan? Hverjir réðust inn í Írak? Hvað hefur valdamesti maður heims, forseti Bandaríkjanna, ekki gert í nafni trúar? Hversu mörg atkvæði hefur hann á bakvið sig? Hversu margar "staðfastar" þjóðir?

3. Vilja Íslendingar vera dæmdir fyrir verk George Bush eða þjóðernis/nasista -flokka víða um lönd? Á að dæma múslima fyrir verk ofsatrúarmanna? Vilja íslendingar yfirhöfuð vera flokkaðir undir sama hatt og Bandaríkjamenn og Evrópubúar, sem Vesturlandabúar?

4. Sá vægir sem vitið hefur meira.