Sæbanki?
Við lærum í jarðfræði um einhver dýr sem gengu í sjóinn út af samkeppni á landi, og þróuðu síðan með sér ugga og tálkn og drasl. Þetta er mjög sniðug hugmynd. Ég gæti sjálfur hugsað mér að ganga í sjóinn og þróa með mér ugga og tálkn út af samkeppni á landi. Það væri frábært, ég hefði algjöra sérstöðu í dýraríki hafsins.Svo er spurning hvort íslensku bankarnir ættu ekki að fara að ganga í sjóinn út af samkeppni. Kannski verður fjallað um það í jarðfræði framtíðarinnar þegar KB banki gekk í sjóinn vegna samkeppni á landi og leiðinlegra útlendra fyrirtækja sem töluðu illa um hann og varð fyrsti sæbanki sögunnar.
Það eru botnlausir möguleikar í þessu, krakkar.