fimmtudagur, 30. mars 2006

Hljómsvetin Buff

Ég lýsi yfir megnri ánægju með hljómsveitina Buff. Heyrði í Pétri Jesú liðsmanni sveitarinnar í útvarpinu áðan. Þar var hann spurður um texta lags þar sem segir: "Ég passaði þig, þegar þú varst lítill. Ég passaði þig þegar þú varst barn...". Hann sagði að mjög algengt væri að gamlar kerlingar kæmu til hans á stöðum þar sem þeir hafa spilað, t.d. í Eyjum og á Selfossi og segðust hafa passað hann þegar hann var lítill.

Hver kannast ekki við þetta. Einhverjar kerlingarskrukkur sem maður veit ekkert hverjar eru koma til manns og segjast hafa passað mann. Hverju á maður að svara þegar maður fær svona fróðleiksmola eins og teygjubyssu í andlitið? "Já, hah, ég passaði þig nú líka þegar þú varst lítil"

Annað sem svona kellur segja stundum er: "Ég hef nú bara ekki séð þig síðan þú varst í vöggu" eða "Ég hef nú bara ekki séð þig síðan þú varst 5 ára. Naumast að þú hefur stækkað"

Hver er tilgangurinn með slíkum fróðleiksmolum. Á ég að svara "gott hjá þér" og klappa þeim á kollinn?