laugardagur, 11. mars 2006

Doom & Excorcism of Emily Rose

Í gær horfði ég á Doom og The Excorcism of Emily Rose á dvd með GP og Seppsternum (Árni vinur Sepa horfði líka með á Exc.). Nóg um það.

Doom var svakaleg. Reyndar missti ég af frekar miklu í byrjuninni af því ég sofnaði í 2 sek. u.þ.b. 15 sinnum í byrjun myndarinnar, en vaknaði alltaf þegar hausin skall í vegginn DUNK!. Athyglin alveg búin. En síðan fór e-ð að gerast, og Magic-karlinn kom og sló mig fram og aftur svo ég vaknaði. The Rock og félagar fóru að slátra skrímslum og The Rock var brjálaður og hræddi fólk með svipnum einum saman. Alltaf þegar einhver peð á valdaborði hans voru að spyrja hann að einhverju, þurfti hann ekkert að svara, hann setti bara upp svipinn ógnvænlega og fólk vissi strax hvað hann meinti. Ég ætla að verða The Rock þegar ég verð stór.

Excorcism...var líka svakaleg. Hélt samt ekki dampi alveg út í gegn. Særingapresturinn öflugur. Ég ætla að verða særingaprestur þegar ég verð stór.