mánudagur, 13. mars 2006

Framsóknarmaurar

Spaugstofan er ekki þekkt fyrir ferskleika. Í þættinum á laugardaginn kom samt óvenjulega frumlegt og gott innskot frá gömlu körlunum. Framsóknarmaurarnir sem voru í útrýmingarhættu og lifðu sníkjulífi og hengdu sig aftan í Geir Haarde voru magnaðir. Besta lýsing sem ég hef séð á þessum versta flokki landsins.

Valgerður Sverrisdóttir stefnir ótrauð áfram í að verða í hópi 10 verstu ráðherra Íslands fyrr og síðar. Ég held að það sé enginn vafi. Hvað vill hún reisa mörg ný álver? 3? 4? Hvaða ár er? Er Ísland þróunarland? Á að stækka álverið í Straumsvík? Á að hrekja fólk burt úr Hafnarfirði? Þú leysir ekki landsbyggðavandann með milljón nýjum álverum, kerlingarskarfur, og eyðileggur þar að auki landið.

Krónan hefur fallið hratt núna og þá vill þessi sama Valgerður taka upp evruna án þess samt að ganga í ESB. Snillingur.

Ég held að Valgerður hafi smitast af skemmdarverkafýsn Þorgerðar Katrínar og ætli að reyna að vinna hana núna.