fimmtudagur, 16. mars 2006

Framhaldið

Erfitt er að velja um framhaldið eftir MR. Nokkrir kostir eru í stöðunni:
I. Beint í HÍ.
II. Vinna í hálft ár, út í hálft ár og síðan háskólinn.
III. Út í háskóla? Í Danmörku jafnvel?

og svo undirflokkarnir:
I. a)Á maður að stefna ótrauður á mastersnám í blaða- og fréttamennsku eftir að hafa tekið stjórnmálafræði, mannfræði, félagsfræði eða eitthvað þess háttar? Fjölmiðlafræði 30e. aukagrein hljómar líka drullufokkinspennandi.
b) Er verkfræðin e.t.v. blússandi þrátt fyrir allt? Hvernig verkfræði þá? Iðnaðarverkfræði? Vélaverkfræði? Byggingaverkfræði? Rafmagnsverkfræði?
c)Er það jafnvel Deildin? Haraldur mælir a.m.k. með henni.
d)Logfræði? Eru ekki margir bara að fara í það af því þeir hafa séð of mikið af Boston Legal og Law & Order og bandarískum lögfræðimyndum? Eða er lögfræðin iðandi partý?

Undirflokkar í II. og III. eru ekki nógu skýrir til að fjalla um þá.