mánudagur, 31. júlí 2006

Umkringdur

Á tónleikum Sigur Rósar í gærkvöldi á Miklatúni lenti ég í nokkurskonar kviksyndi í mannhafinu. Þarna stóð ég fastur í þvögunni, umkringdur. Kjartan Bjargmundsson leikari stóð fyrir framan mig. Til hliðar stóð Japani nokkur og svo leit ég aftur fyrir mig og þar var Einar Kárason rithöfundur. Framan af tónleikum skiptust Japaninn og Kjartan á að byrgja mér sýn á sviðið. Aðstæðurnar sjást betur á eftirfarandi skýringamynd:

Ég varð eðlilega dálítið smeykur. Kjartan virtist ekki á eitt sáttur og leit illu auga aftur fyrir sig á mig og samferðarfólk mitt þegar við vorum að spjalla á meðan Amina var á sviði. Kjartan lét einnig mann sem kom og tróð sér fólskulega framhjá honum heyra það. Kjartan lét sig síðan hverfa um ellefuleytið ásamt samferðarfólki sínu. Og læt ég hér með lokið fregnum af Kjartani.