þriðjudagur, 7. nóvember 2006

Bílaauglýsingar

Hvers vegna er 90% bílaauglýsinga eins? Glansandi bíll á ferð einhvers staðar á hálendi eða á jansléttu og svo slagorð sem eru furðukeimlík. Ég get a.m.k. ekki nefnt eitt slagorð fyrir bíl sem er auglýstur þessa dagana. Gera þessar auglýsingar gagn? Auka þær í einhverjum tilfellum sölu á bílnum sem auglýstur er?

Ég man eftir tveimur bílaauglýsingum sem féllu ekki í þennan flokk. Lyklakyppa ársins, rennihurð ársins og hitt og þetta ársins og síðan bíll ársins - Yaris. Sú auglýsing hlýtur að hafa gert eitthvað gagn fyrst hún er eftirminnileg. Svo man ég eftir Eddu Björgvins í skrýtinni auglýsingu fyrir Daihatsu Charade. Fleiri bílaauglýsingum man ég ekki eftir, sem er furðulegt miðað við hversu stór hluti auglýsinga almennt þær eru, en ekki furðulegt miðað við hve stór hluti þeirra rennur saman í eitt.