miðvikudagur, 15. nóvember 2006

Sjónvarpsauglýsing Vodafone

Hver kannast ekki við auglýsingu Vodafone í sjónvarpinu sem ber fyrir augu bæði á kristilegum og ókristilegum tíma? Auglýsingin fjallar um dægurfluguna, sem er skv. auglýsingunni græn fluga sem kann að lifa lífinu. Hún lifir bara í einn dag og nýtur lífsins í botn, "gerir bara það sem hún vill" eins og maðurinn segir. Þetta felst í því að hún flýgur um allt og spilar síðan tennis við aðra dægurflugu.

Gott og vel. En hvað kemur þetta Vodafone við? Ef maður er viðskiptavinur Vodafone, getur maður þá flogið og spilað tennis við dægurflugu? Breytist maður kannski í dægurflugu? Er það að lifa lífinu, að fljúga og spila tennis?

Er þessi auglýsing kannski bara argasta bull frá upphafi til enda?
-----------
En eitthvað þungt slæst nú ítrekað í glugga hérna í húsinu. Kannski vissara að athuga hvað er á seyði. Svo verður það önnur andvökunótt því enginn heilbrigður maður getur sofnað í svona roki.