fimmtudagur, 2. nóvember 2006

Talsett Vanish-auglýsing

Kona hellir fullu glasi af ávaxtasafa á buxur sem hún hefur á borði fyrir framan sig: "Það er ótrúlegt hvað buxur þurfa að þola á einum degi, ávaxtasafi...", hellir glasi af kókómjólk á buxurnar: "...kókómjólk...", hellir fullri skál af einhverju rauðu gumsi á buxurnar: "...og svo kvöldmaturinn. Með nýja Vanish [blablablablalba]"

Langt er síðan ég hef séð auglýsingu sem gerir jafnlítið úr viti áhorfenda. Þarna virðist vera gert ráð fyrir að áhorfandinn sé gjörsamlega gersneyddur skynsamlegri hugsun. Hver hellir fullu glasi af ávaxtasafa, fullu glasi af kókómjólk og kúffullum disk af rauðu gumsi á buxurnar sínar sama daginn? Hver skiptir ekki um buxur ef hann hellir t.d. fullu glasi af ávaxtasafa í þær? Gerir viðkomandi ráð fyrir að hann eigi eftir að sulla niður á sig kókómjólk og rauðu gumsi seinna yfir daginn? Gerir viðkomandi ef til vill í því að hella niður á sig sem mestu sulli af því að hann veit að hann á Vanish-þvottaefni sem mun hreinsa þetta allt saman fullkomlega burt?

Ég spyr, þú svarar.