Gnauðandi vindur
Það eru ár og dagar síðan ég hef verið mikið andvaka og jafnglaðvakandi að nóttu til. Alltaf frekar erfitt að festa svefn þegar vindurinn gnauðar utan við gluggann með tilheyrandi látum, böndum að slást í fánastengur o.fl. Þetta er samt alls ekkert slæmt. Ég hef nýtt tímann frekar vel núna og lesið í alþjóðastjórnmálabókinni. Var að lesa kafla um internetbyltinguna, sem er mun merkilegra fyrirbæri en ég hef nokkurn tímann pælt í. Þetta er þrusuvel skrifað og maður opnar augun fyrir ótrúlegustu hlutum sem maður hafði aldrei áður tengt við netið, bæði kostum og ókostum. Svo eru skemmtilegar vangaveltur um hvað frekari þróun muni hafa í för með sér.Í kaflanum segir m.a. að nú til dags sé það venjan að 'gúggla' þá sem maður hittir. Mikið til í þessu.
|