miðvikudagur, 21. febrúar 2007

Barcelona - Liverpool 1-2

Töluverða furðu vakti að Bellamy og Riise skyldu vera í byrjunarliði Liverpool fyrir leikinn gegn Barcelona í ljósi nýliðinna atburða (sem munu að vísu hafa verið kryddaðir nokkuð í fyrstu útgáfu fréttarinnar). Herbragðið reyndist hins vegar hárrétt hjá Benitez og Craig "kylfa" Bellamy jafnaði metin, 1-1, og áður en yfir lauk tryggði John "fórnarlamb/klöguskjóða" Riise verðskuldaðan sigurinn.

Þetta var einstaklega gott á lið Barcelona enda voru margir þeirra sífellt að reyna að fiska og því miður oft með góðum árangri. Heimadómgæsla dugði hins vegar ekki til og Barcelona-menn uppskáru eins og þeir sáðu á Nou Camp.