laugardagur, 17. febrúar 2007

Sjónvarp á laugardagskvöldi

Nú fýsir marga að vita hvernig Spaugstofan var í kvöld. Svarið er að hún var með betra móti, sérstaklega má nefna Dressmann-labbið, mikið grín að Freysa fullum í Kastljósi og ansi öflugt skot á Geir Haarde, sem þótti fara yfir strikið um daginn með ummælum.

Svo sá ég slatta af þessari Söngvakeppni Sjónvarpsins. Eiríkur vann enda var hann bestur þarna, þótt ekki hafi þurft mikið til. Margir kusu lagið Þú tryllir mig sem er eitt af hallærislegustu lögum seinni ára, því það lenti í þriðja sæti. Ég veit ekki hvað var hallærislegast við það, hvæsið í bakröddunum í byrjun, textinn eða svipurinn á söngvaranum.