Þjónustugjöldin!
Viðskiptabankarnir skiluðu allir methagnaði á síðasta ári. Margir eru brjálaðir og lýsa með dramatískum hætti hvernig bankarnir "seilast ofan í vasa bláfátæks almúgans á Íslandi sem lepur dauðann úr skel og fjármagna þannig stórveislur og svall innanlands og utan og hagnast um óteljandi milljarða og hrína svo eins og gráðug ógeðsleg svín " og það sem alltaf er nefnt fyrst eru þjónustugjöldin (næst er talað um háa vexti útlána). Þá vakna spurningar og vangaveltur:- Með tilkomu einkabanka á netinu fyrir 10 árum eða meira geta langflestir viðskiptavinir bankanna framkvæmt 80-90% af viðskiptum sínum á netinu, jafnvel meira. Þar er ekki færslugjald á hverja færslu eða neitt slíkt en hóflegt gjald rukkað á ári fyrir einkabankann. Nýtir fólkið sem mest kvartar undan þjónustugjöldunum einkabanka til fulls?
- Vegna þess að bankaviðskipti eru komin að stórum hluta á netið er miklu dýrara að halda úti gjaldkerum í bönkum -> hærri þjónustugjöld.
- Starfsemi viðskiptabankanna er orðin meiri í útlöndum en á Íslandi og það sama má segja um hagnaðinn. Hvernig getur þá hagnaður bankanna skýrst á þjónustugjöldum á Íslandi?
- Stærstu skattgreiðendur landsins eru bankar og það skilar sér til samfélagsins.
- Meiri hagnaður nýtist til meiri vaxtar -> hærri skattgreiðslur í ríkiskassann.
- Innlánsvextir eru miklu hærri hér en t.d. í Danmörku. Er þá ekki eðlilegt að útlánsvextir og þjónustugjöld séu líka hærri?
Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir áður en þeir breyttust í feit rymjandi svín. Sést greinilega í hvað stefnir af græðgissvipnum sem skín úr augunum. Þeir bíða bersýnilega eftir að seilast ofan í vasann þinn eftir þjónustugjöldunum sínum.
|