laugardagur, 24. mars 2007

Austur í klaustur

Landsbyggðin verður æ fýsilegri kostur fyrir ungt fólk á framabraut. Nú liggja fyrir áætlanir um að byggja klaustur á Kollaleiru í Reyðarfirði. Á Reyðarfirði rís einnig álver Alcoa sem kunnugt er. Þetta tvennt bætist við magnþrungið aðdráttarafl Lagarfljótsormsins sem felur sig í Leginum á Hallormsstað að ógleymdum Hallormsstaðaskógi.

Nú liggur beint við að hætta í skóla, flytja austur, ganga í klaustur og starfa sem verkamaður fyrir Alcoa inni á milli. Gott ef það er ekki bara tilgangur lífsins. Svo gæti maður vappað þarna upp á fjöll og skotið sér hreindýr í sunnudagssteikina.