miðvikudagur, 28. mars 2007

Lausar skrúfur

Nú hef ég setið í um fjóra tíma og unnið verkefni í Opinberri stjórnsýslu með mjög litlum hléum inni á milli. Önnur aðalheimildanna í verkefninu er lagasafnið á heimasíðu Alþingis. Að gramsa í þessu lagasafni svona lengi virðist gera mann ansi vanheilan, enda er textinn með þurrara móti, sbr: "Forstöðumaður ákveður vinnutíma þeirra starfsmanna sem starfa hjá stofnun að því marki sem lög og kjarasamningar leyfa.
Skylt er starfsmönnum að vinna yfirvinnu sem forstöðumaður telur nauðsynlega. Þó er engum starfsmanni, nema þeim er gegnir lögreglustörfum eða annarri öryggisþjónustu, skylt að vinna meiri yfirvinnu í viku hverri en nemur fimmtungi af lögmæltum vikulegum vinnutíma."
.

Allt er þetta í svipuðum dúr. Af hverju hafa þeir ekki textana aðeins hressilegri? T.d. mætti skipta Forstöðumaður út fyrir Kjeppinn og þá gæti ein greinin t.d. hljómað: "Kjeppinn má ekki mismuna umsækjendum only because they iz black..." o.s.frv. Það mætti hafa þetta svona í anda Ali G.