sunnudagur, 11. mars 2007

Þroski

Þroski byggist að miklu leyti á því að fólk gerir mistök og lærir af þeim. Þá gerir það helst ekki sömu mistök aftur. Einmitt þess vegna er frábært þegar maður vaknar skyndilega upp við að hafa gert sömu mistök í sautjánda skipti og sextán fyrri skiptin virðast ekkert hafa kennt. Ég lendi stundum í þessu. Það vekur vissulega til umhugsunar.