sunnudagur, 25. mars 2007

Þjóðhátíð '85

Vífilfell hefur ákveðið að taka gosdrykkinn TaB af markaði. Ég þekki engan sem drekkur þann drykk. Mig rámar í að hafa smakkað drykkinn '91 eða '92 hjá einhverju fólki þar sem ég var gestkomandi ásamt foreldrum. Ég man ekkert eftir bragðinu, en umbúðirnar og heitið þóttu mér framandi. Það var ekki bragð sem situr í mér alla tíð eins og bragðið af Werther's Original.

Án þess að vera sérfróður um þessi mál held ég að TaB sé svipuð tímaskekkja og Framsóknarflokkurinn. Og þótt ég hafi ekki verið fæddur þegar Þjóðhátíð í Eyjum '85 fór fram gæti ég trúað að þar hafi ríkt sannkölluð Tab-stemming. Allur krakkaskarinn hefur setið í brekkunni í lopapeysunum með bítlafaxið, glamrandi á gítarinn, syngjandi Sísí fríkar út og skálandi í tvöföldum gin í TaB.