sunnudagur, 11. mars 2007

The Last King of Scotland

Sá The Last King of Scotland. Ég er ósammála því sem ég hef séð gagnrýnendur segja að myndin sé miðlungs en frammistaða Forrest Whittaker hífi hana upp. Vissulega er hann frábær í hlutverki einræðisherrans brenglaða Idi Amin, en myndin er líka mjög góð í heild og stendur léttilega undir tveimur og hálfum tíma.

Einkunn: 8,6.