þriðjudagur, 1. maí 2007

Liverpool í úrslit Meistaradeildar Evrópu 2007

Að slá Chelsea út er frábært, sérstaklega út af hrokanum í Mourinho og heimskulegum ummælum hans alla tíð. Ef einhver hefur gott af því að fá kalda vatnsgusu í andlitið er það hann.


Í úrslitum munu mætast Liverpool og AC Milan eins og 2005, þótt möguleikar Liverpool á sigri í úrslitaleik væru líklegast ívið meiri gegn Manchester United en AC Milan.


Meistari. Það sama verður ekki sagt um stjóra Chelsea.