föstudagur, 18. maí 2007

Lúxusvandamál

Hver kannast ekki við að vera akandi frá Hvalfjarðargöngum og sem leið liggur í bæinn og iðandi umferð er úr bænum? Síðan lendir maður á eftir einhverju finngálkni sem ekur á 70-80, m.ö.o. lestarstjóra. Síðan safnar þessi lestarstjóri halarófu af bílum fyrir aftan sig vegna þess að enginn getur tekið fram úr honum sökum umferðar úr hinni áttinni. Við það verða allir gargandi sturlaðir nema lestarstjórinn sjálfur sem situr örugglega glaður í sínum bíl, sáttur með að vera forystusauður, flautar lítið lag og spilar trommusóló á stýrið og mælaborðið.

Þetta var lúxusvandamál dagsins.