þriðjudagur, 15. maí 2007

Kjósendur hafðir að fíflum?

D'Hondt kosningakerfið í óviðjafnanlegri blöndu með kjördæmaskipan sýndu stórkostleg tilþrif í nýliðnum kosningum.
Dæmi: Reykjavík Norður: Sjálfstæðisflokkur 36,4% -> 4 menn.
Samfylking 29,2% -> 5 menn.

Svo var það þannig að fengi Frasmóknarflokkurinn ellefu atkvæðum meira í einu kjördæminu (man ekki hverju) hefði það fellt stjórnina vegna reglna um jöfnunarsæti. Svo mætir maður á kjörstað og kýs stjórnarandstöðuflokk í góðri trú um að maður sé að vinna stjórnarandstöðunni gagn. Kannski hefði mátt vinna henni mest gagn með því að kjósa Framsókn og stuðla þannig að falli stjórnarinnar.

Þetta er svona svipað og að spila vist og reyna að safna slögum í stórum stíl, en komast síðan að því sér til mikillar mæðu að spilað er nóló en ekki grand.


Lét d'Hondt kosningakerfið hafa sig að fífli.