fimmtudagur, 18. mars 2004

Ísland í dag áðan var til skammar. Þáttarstjórnendur leyfðu forsetanum varla að svara einni spurningu án þess að grípa fram í fyrir honum. Þetta kalla ég ekki góða fréttamennsku. Eru þau með spurningalista sem þau verða að fullnýta? Ef þetta átti að sýna að það væri töggur í þeim og forsetinn kæmist ekki upp með múður þá mistókst það. Þetta var bara argasti dónaskapur.