sunnudagur, 14. mars 2004

Ugli og enski boltinn

Ég er ánægður með að Skjár einn fái enska boltann og RÚV kannski líka. Glæsilegt.

Ugli er ávöxtur sem nú er á boðstólum í 10-11. Í kynningu fyrir ávöxtinn segir að því ljótari sem hann sé, þeim mun betri sé hann. Ég kaupi þetta ekki. Ávöxturinn lítur út eins og andlitið á Grýlu gömlu.